send link to app

Undralingur


4.6 ( 9056 ratings )
Bildung Bücher
Entwickler Undralingur ehf.
Frei

Undralingur er ný streymisveita lifandi lestrarbóka á íslensku fyrir unga lesendur, hannaðar til þess að hjálpa krökkum að ná tökum á lestri og þeirri færni að geta lesið sér til skemmtunar.

Lesendur taka þátt í sögunni með lifandi, hljóðandi, gagnvirkum ævintýrum þar sem sögupersónurnar tala, hreyfa sig og bregðast við söguþræðinum og lesendum jafnóðum.

Nýir söguheimar streymisveitunnar miða að því að efla unga lesendur sem virka þátttakendur í söguþræðinum, vekja áhuga þeirra og gefa lesendum þann möguleika að sérsníða sína eigin lestrarupplifun með fjölbreyttum stillingum, karakterlestri og vali um fingralestur eða spilun sögunnar. Undralingur kemur jafnframt til móts við lesendur þar sem þeir eru staddir í sinni lestrarfærni að hverju sinni með fjölbreyttum lestrarstuðningi eins og upplestri, feitletrun orða, bókstafalestri stakra orða og mismunandi hraðastillingum.

Úrval lestrarbókanna fer ört stækkandi og geta lesendum lesið frítt sýnishorn af öllum bókunum áður en þeir velja um að kaupa hverja bók fyrir sig í fullri lengd.